Ban Ki-moon

Já hver önnur en Vera Knútsdóttir er að fara á panelumræður með engum öðrum en Aðalritara Sameinuðu þjóðanna honum Ban Ki-moon! Ég er orðin svo rosalega merkileg hérna í Vín að mér er boðið á svona merkilega viðburði! Ég verð að sjálfsögðu vopnuð myndavél og gáfulegasvipnum og mun blogga um þetta allt saman á morgun!

Félagslífsdagatalið virðist fyllast upp mjög hratt þessa dagana, það er spurning hvort að ég hafi einhvern tíma til þess að læra Woundering Mér tókst nú í vikunni að sinna öllu þessu fólki sem vildi hitta mig og gera minn hluta fyrir fyrirlestur á mánudaginn. Fyrirlesturinn er hópverkefni og fer fram á þýsku, ég tek það fram að ég gerði minn hluta samviskusamlega á þýsku! 

Ég er byrjuð að pæla í því hvað ég eigi nú að gera af mér eftir útskrift, er að skoða nokkra möguleika. Planið er að komast í starfsnám og fara síðan í framhaldsnám. Mér finnst ég vera að verða svo gömul að þurfa að fara að pæla í þessu öllu saman!

Jæja ég er farin að fá mér að borða og gera mig klára fyrir herra Ban Ki-moon! 

Vera 


Bloggfærslur 25. apríl 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband