Kæra ríkisstjórn,
Á þessum erfiðu tímum sem að við stöndum frammi fyrir er mikilvægt að hlusta á ráðleggingar sérfræðinga bæði erlendis og hérlendis. Danske Bank hefur því miður haft rétt fyrir sér um örlög efnahags okkar og því tel ég mál að fara að ráðum bankans núna. Það getur reynst erfitt að kyngja stoltinu og þyggja hjálp en margir sérfræðingar telja þetta vera besta leiðin í þeirri stöðu sem við erum nú. Ég veit að ykkur er annt um þjóðina svo ég bið ykkur að gera það sem þjóðinni er fyrir bestu.
Baráttukveðjur
Vera Knútsdóttir
![]() |
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn eina úrræðið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Laugardagur, 11.10.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)