Nú segi ég stopp!!!!!

Þegar maður lendir í því að peningurinn sem átti að endast manni út mánuðinn er að verða uppurinn þá er eitthvað mikið að! Þetta lánasjóðskerfi er alveg gjörsamlega út í hött! Ég meina heldur einhver virkilega að það sé hægt að lifa af á 75 þús. krónum á mánuði?!?!? Ég bara spyr.

Ég lenti illa í því í janúar og fékk námslánin mín mjög seint borguð út vegna klikkelsis innan HÍ (eitt próf sem ég tók týndist!) og neyddist þar af leiðandi til þess að nota visa kortið til að lifa nú af mánuðinn. Svo kemur auðvitað nýr mánuður og reikngarnir sem fylgja því þannig að þann 5. febrúar er peningurinn eiginlega allur horfinn. Svo ef maður er svo óheppin að lenda í því að þurfa að fara til læknis þá auðvitað fer dágóður peningur í það. Þetta veldur því að manni dettur einna helst í hug að fá sér frekari yfirdrátt á debetkortið svo að ég þurfi nú ekki að svelta út mánuðinn. Það hefur það þó í för með sér að skuldir mínar muni aukast og ég hef enga löngun til þess, sérstaklega í ljósi þess að þá þyrfti ég að borga hæðstu yfirdráttarvexti í heimi!

Því skora ég á alla þingmenn að prófa að lifa á 75. þús krónum á mánuði og álykta svo um lánasjóðsmál, lágmarkslaun og atvinnuleysisbætur. Ungt fólk sem er nýútskrifað úr háskóla er allt of skuldugt vegna þessa ömurlega kerfis sem við búum við hérna og Ísland á að kallast velferðarríki! Og hvað þá ef að nýútskrifaðir stúdentar leggja í að kaupa sér húsnæði! Þetta er bara fáránlegt og ólíðandi! Nú eru að koma kosningar og það er eins gott að þessi mál verði ofarlega á baugi á stefnulistum flokkanna!


Bloggfærslur 11. febrúar 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband