Hvað er málið með unglinga í dag?

Jesús minn eini! Ég trúi varla þeim fréttum sem að ég les og heyri um uppátæki sem þessi, ofbeldi og annað. Það eru nú ekki mörg ár síðan að ég var unglingur, réttara væri að segja að ég sé nýskriðin úr unglingsárunum, ég man bara ekki eftir öðru eins. Hvert er íslensk æska að fara?

Ég hvet alla foreldra að fara að sinna börnunum sínum og fylgjast með þeim. Á mínu heimili giltu ákveðnar reglur og foreldrar mínir fylgdust vel með því sem ég var að gera. Ef ég reyndi að fara á bakvið foreldra mína þá komst það fljótt upp. Ég þakka fyrir að foreldrar mínir sýndu mér áhuga og voru með reglur sem ég varð að fara eftir. Það er ekki til neitt sem heitir vandræða unglingur það eru bara vandræða foreldrar!


mbl.is Klósett splundraðist í grunnskóla í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 31. janúar 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband