Já illmennið hann Jóhann klukkaði mig þannig að ég þarf víst að ansa því....
Fjögur störf sem að ég hef unnið um ævina:
1. Fulltrúi í tollafgreiðsludeild hjá Tollstjóranum í Reykjavík
2. Herferðarstarfskona hjá Amnesty International á Íslandi
3. Leiðbeinandi á leikskóla
4. Símadama á pizzustað
Fjórir staðir sem ég hef búið á um ævina:
1. Suðurgata Akranesi
2. Castellezgasse Vín, Austurríki
3. Eggertsgata Reykjavík
4. Háholt Akranesi
Fjórar bíómyndir sem ég held upp á:
1. Hotel Rwanda
2. Lord of the Rings
3. Forest Gump
4. Pirates of the Carribean
Fjórir sjónvarpsþættir í uppáhaldi:
1. How I met your Mother
2. Desperate Housewives
3. Boston Legal
4. Gossip Girl
Fjórar bækur sem ég hef lesið oftar en einu sinni:
1. Hringadróttinssögu
2. Hobbitann
3. Harry Potter
4. Fríða Frækna
Matur sem er í uppáhaldi:
1. Þorskréttur a la ég
2. Mömmu matur
3. Sushi
4. Ís
Fjórar síður sem ég heimsæki daglega (fyrir utan bloggsíður):
1. facebook.com
2. mbl.is
3. ugla.hi.is
4. visir.is
Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
1. Vín (ohhh besta borg í heimi!)
2. London
3. Strassborg
4. Kaupmannahöfn
Fjórir staðir sem ég myndi vilja vera á núna:
1. Í Vín
2. Í Kanada að heimsækja góðan vin
3. Í Amsterdam á hótelherbergi á stærð við fataskáp....
4. Á Sirkús að dansa uppi á stólum
Fjórir bloggarar sem ég klukka:
1. María Hrönn
2. Silja Bára
3. Lilja Ósk
4. Sigurlaug
Bloggar | Laugardagur, 13.9.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég er eins og fyrirsögnin gefur til kynna í Fréttablaðinu í dag, réttara sagt í Sirkus fylgiblaði Fréttablaðsins á föstudögum. Er á síðu 4 undir liðnum "Borgin mín". Endilega kíkið á þetta. Svo er líka einstaklega "góð" (hóst) mynd af mér með... (næst bið ég um að vera fótósjoppuð sko!)
Allavega endilega kíkið á dálkinn. Ég er einmitt uppfull af söknuði og nostalgíu þessa dagana og langar mest að bóka bara miða út aftur...
Vínar Vera
Bloggar | Föstudagur, 5.9.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Ég fæ alltaf helling af ruslpósti en í dag fékk ég einn sem að fólk gæti flaskað á. Þar er verið að upplýsa viðtakanda um það að Sameinuðu þjóðirnar séu að vinna í því að maður fái greiddan út arf og þurfi bara að senda þeim upplýsingar um heimilisfang og annað og þá á viðtakandi að fá sent hraðbanka með einhverri 8.3 milljón dollara innistæðu. Ég ákvað að fara á heimasíðu lögreglunnar og athuga hvar ég gæti nú sent ábendingar um þetta, en nei ég finn bara ekkert út á þeirri síðu og ekki heldur net öryggissíðunni. Hvernig er þetta eiginlega? Fólk er kvatt til þess að láta vita af svona og svo er ekki hægt að senda ábendingu því að það er ekki hægt að finna neitt um það hvernig maður fer að því!
Ég er stórhneyksluð!
Þið vitið þá af því að ef að þið fáið tölvupóst sem segir að Aðalritari SÞ og Sameinuðu þjóðirnar séu að vinna í því að leysa út arf fyrir ykkur að þá er það bara bull! Og í guðana bænum skoðið alltaf netföng sendanda þegar þið fáið svona tölvupóst.
kv.
Vera Netlögga
Bloggar | Miðvikudagur, 3.9.2008 (breytt 10.9.2008 kl. 22:39) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)