Ban Ki-moon

Já hver önnur en Vera Knútsdóttir er að fara á panelumræður með engum öðrum en Aðalritara Sameinuðu þjóðanna honum Ban Ki-moon! Ég er orðin svo rosalega merkileg hérna í Vín að mér er boðið á svona merkilega viðburði! Ég verð að sjálfsögðu vopnuð myndavél og gáfulegasvipnum og mun blogga um þetta allt saman á morgun!

Félagslífsdagatalið virðist fyllast upp mjög hratt þessa dagana, það er spurning hvort að ég hafi einhvern tíma til þess að læra Woundering Mér tókst nú í vikunni að sinna öllu þessu fólki sem vildi hitta mig og gera minn hluta fyrir fyrirlestur á mánudaginn. Fyrirlesturinn er hópverkefni og fer fram á þýsku, ég tek það fram að ég gerði minn hluta samviskusamlega á þýsku! 

Ég er byrjuð að pæla í því hvað ég eigi nú að gera af mér eftir útskrift, er að skoða nokkra möguleika. Planið er að komast í starfsnám og fara síðan í framhaldsnám. Mér finnst ég vera að verða svo gömul að þurfa að fara að pæla í þessu öllu saman!

Jæja ég er farin að fá mér að borða og gera mig klára fyrir herra Ban Ki-moon! 

Vera 


Georg-von-Trapp-Straße

n336200083_17729_4296Ástæðan fyrir þessum skemmtilega blogg titli er sú að ég var í Salzborg um helgina og þar er einmitt að finna stræti með þessu nafni (við vitum að sjálfsögðu öll að the Sound of Music var tekin upp í Salzborg og þess vegna eigið þið að vita hver Georg von Trapp er!). Salzborg er auðvitað algjör túristaborg og allt snýst um Mozart og Sound of Music þar! Ég get ekki sagt annað en að Salzborg er afskaplega falleg borg, eins og allt annað í Austurríki (nema Linz, Linz er ljót iðnaðarborg).

Ég fór á fimmtudagin með lest til Salzborgar í yndislegu veðri og naut útsýnisins. Florian sem var erasmus nemi á Íslandi haustönn 2007 bauð mér í heimsókn og því gat ég ekki annað en skellt mér! Ég fékk einka leiðsögn um borgina og á tímabili hafði ég meira að segja tvo leiðsögumenn, Florian og Stefan, en Stefan var einnig erasmus nemi á Íslandi haust 2007. Það var alveg ótrúlega margt sem að þeir gátu sagt mér um borgina, nema auðvitað um það sem viðkemur the Sound of Music (Austurríkismenn þekkja myndina varla), en þeir sögðu mér ýmislegt um Mozart, dómkirkjuna, o.fl. Ég sá fæðingarhús Mozarts og húsið sem að hann bjó í (þ.e. þegar hann var ekki í Vín), dómkirkjuna, Hellbrunn sem var byggt til að vera svona samsvörun við Schönbrunn í Vín, markaðinn og svo smökkuðum við Mozart líkjör og ekta Mozartkugeln sem fást eingöngu í Salzborg. 

n336200083_17709_1204Florian, eins og sönnum herramanni sætir, sótti mig á lestarstöðina á bílnum hans Stefan og þegar við keyrðum heim til Florian fórum við fram hjá Georg-von-Trapp-Straße og ég vissi ekki hvert ég ætlaði af hlátri. Florian var afskaplega hissa og spurði mig hvað væri svona fyndið og ég þurfti að útskýra fyrir honum hver Georg von Trapp er/var. Auðvitað var farið með mig á stúdentabar, reyndar er það bar sem að stúdentafélga kaþólskra stúdenta í Salzborg rekur (mikil saga á bakvið þessi stúdentafélög sem ég fékk að heyra), og þar voru drukknir kokteilar fyrir nokkrar evrur. Daginn eftir vorum við voða "fersk" og ég skoðaði háskólann og rölti um borgina í alveg dásamlegu sólskini og hlýju veðri. 

n336200083_17725_5880Á föstudagskvöldinu fórum við í minigolf (þ.e. ég, Stefan, Florian, kærustur þeirra og annað par) og ég var búin að lýsa því yfir hvað ég væri ógeðslega léleg í minigolfi og hvort að maður ætti nú ekki að reyna að koma boltanum niður í sem flestum höggum... Ég var í forrystu nánast allann tímann (þ.e. með fæst högg) þangað til á lokasprettinum að ég tapaði naumlega fyrir Stefan. Ég hefndi mín á laugardagskvöldinu með því að rústa Stefan, Florian og Gabi (kærasta Florian) í spili sem heitir Hotels og snýst um að byggja hótel og gera hina gjaldþrota. Við lok spilsins var ég ríkari en bankinn Cool (yndislegt ef að svo væri raunin!). Kannski er það rétt sem að maðurinn sagði "heppin í spilum óheppin í ástum..."

Eftir frábæran sigur fórum við á írskan pöbb og drukkum bjór og fórum svo frekar snemma heim að sofa enda þurfti ég að pakka og taka lestina aftur heim á sunnudeginum.

Ég held að ég sé að verða hálf-austurrísk, ég er allavega mjöööööög ástfangin af landi og þjóð InLove svo mikið að ég fékk mér dirndl og er því gjaldgeng á oktoberfest W00t

Bis bald!

Vera 

 


Brúðkaup og hin hljómfagra þýska...

n336200083_17442_2367Ég fór í brúðkaup vinkonu minnar úr þýskunámskeiðinu þann 28. mars. Athöfnin var rosalega falleg, brúðurin var glæsileg og grét nánast allann tímann (af gleði að sjálfsögðu). Ég tók Theu (einnig úr þýskunámskeiðinu) með mér þar sem að ég mátti taka með mér "deit" og ég vissi að Andrea (brúðurin) var búin að reyna að ná í Theu lengi til að bjóða henni í brúðkaupið. Fullkomið plan sumsé. Ég var heldur ekki alveg tilbúin til þess að mæta ein og þekkja bara brúðurina, þá hefði mér liðið 100% eins og "wedding crasher."

Mér fannst einstaklega áhugavert og skemmtilegt að upplifa kaþólskt brúðkaup, á þýsku! Sem betur fer talaði presturinn skýrt þannig að ég skildi bara alveg helling! 

Brúðkaupið var alveg gríðarlega alþjóðlegt enda var fólk þar frá öllum heimshornum sem gerði brúðkaupið bara ennþá skemmtilegra. Brúðurin er brasilísk og brúðgumminn er austurrískur þannig að tónlistin í veislunni var blönduð. Maturinn var himneskur! Ég hef aldrei borðað jafn mikið á ævinni, svo var kakan líka himnesk. Þetta var bara allt saman himneskt! Við Thea tróðum okkur vel út og vorum sterkar á barnum, enda opin bar (tek það fram að kvöldið endaði ekki með ofurölvun eða neinu slíku, við erum dannaðar dömur). Við ákváðum í kirkjunni að nota tækifærið og skoða myndarlegu einhleypu strákana í veislunni en336200083_17441_9857 n það voru nánast engir slíkir, nema einn sem við kölluðum "puppy." Hann fékk nafnið puppy þar sem að hann er með stór brún augu og löng augnhár og var svona krúttlegur gaur. Við dönsuðum því við hann um kvöldið og fórum heim með rútunni klukkan 4 um nóttina (12 tíma brúðkaup!) og beint heim að sofa.

Ég vaknaði síðan klukkan 7.30 morgunin eftir til þess að fara á flugvöllinn og segja bless við Lukas en hann var að flytja til Kanada Crying Ég var alveg dauðþreytt það sem eftir var dags og náði nánast ekkert að vinna í ritgerðinni sem ég var að skrifa fyrir hann Svan.

Á máa509934ebf nudaginn byrjaði svo skólinn aftur eftir páskafrí og mætti ég "fersk" í tíma klukkan 8. Þetta er einn af þeim kúrsum sem kenndur er á þýsku og ég var ekki alveg að ná öllu þennan morgunin og allt í einu áttum við að skipta okkur í umræðu hópa og ræða greinina sem við áttum að lesa fyrir tímann (sem ég nb. las ekki þar sem hún var á þýsku). Ég náði eitthvað aðeins að taka þátt samt í umræðunum sem betur fer! Restin af vikunni hefur farið í að mæta í tíma og læra og ég er í tveimur tímum með íslenskum strák sem er að læra stjórnmálafræði hérna í Vín þannig að ég get spurt hann ef ég skil ekki baun. Tek það fram að það er örugglega heimsmet að tveir Íslendigar séu saman í kúrs í stjórnmálafræði hérna í Vín.

Ég náði að klára að lesa grein á þýsku og gera hugarkort úr henni sem ég þarf að skila á mánudaginn. Ég hélt ég myndi aldrei ná að klára að lesa greinina og skilja eitthvað í henni en ég er svo ógeðslega klár að það tókst nú á endanum! Ég gerði smá rannsókn á meðan á lestrinum stóð og komst að því að 98% þýskra orða hafa "sch" í þeim. Yndislegt tungumál þýskan...

Bis später!
Vera 

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.