Er þetta í tísku núna?

Greinilegt að ég er alveg dottin út úr öllu heima... Allt í einu eru bara allir að fremja rán, eða amk reyna það. Ég skil samt ekki af hverju fólk reynir slíkt eftir að heyra endalaust í fréttum að þjófarnir hafi náðst. Ég meina ekki gefur það manni vonir um að ránið heppnist? Kannski er það þannig að fólk sér í fréttunum að rán hafi verið framið og hugsar "hey góð hugmynd!" Nei ég veit það ekki... Ætli kreppan sé farin að segja til sín? 

Spurning um að innganga í ESB og upptaka evrunar sé lausnin Tounge

Bankarán, sjoppurán... hvað er næst?  

 


mbl.is Ránstilraun í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Páskafríið!

n336200083_16976_3011Því miður var internetið algjörlega kaputt þar sem að ég var í St. Andrä þannig að ég gat ekkert bloggað... æ, æ.

Páskafríið var alveg æðislegt! Ég varð gjörsamlega ástfangin af hinu yndisfagra Austurríki!!! Austurrísk gestrisni á sér enga hliðstæðu, ég var bara eins og týnda dóttirin hjá herra og frú Meyer. Ég var látin troða í mig kræsingar sem að Elisabeth eldaði og sturta svo í mig ógrynni af Schnaps. Herra Meyer (Anton) pabbi Elisabethar fannst alveg æðislegt að sjá til þess að schnaps glasið væri aldrei tómt, ég held að hann hafi verið hissa á því hversu mikið af því ég gat drukkið (úpps).

Í Kärntern eru ótrúlega margir siðir og venjur tengdar páskunum. Á fimmtudeginum lituðum við harðsoðin egg sem voru síðan borðuð á laugardeginum (jn336200083_16950_7694á laugardagurinn er aðal dagurinn hjá þeim!) og bakað brauð sem er með kanilsykri og rúsínum, mjög svipað kanilsnúðunum okkar Íslendinga (það var líka borðað á laugardeginum). Páskaskinkan, beljutungan og hrossapylsurnar voru einnig soðnar á fimmtudeginum svo að allt væri klárt fyrir laugardaginn. Að kaþólskum sið var fastað fram að laugardegi þannig að það mátti ekki borða neitt kjöt og á fimmtudeginum var spínatkássa borin fram með spældum eggjum! Það kom mér á óvart hversu vel það smakkaðist!

Föstudagurinn langi var svo bara venjulegur dagur hjá þeim, allar búðir opnar og engin heilögheit við þann dag eins og heima á Íslandi. Þetta er eitt af þeim atriðum sem eru ólík á milli kaþólikka og mótmælenda. Ég sagði þeim að á Íslandi væri föstudagurinn langi heilagur dagur og ekki n336200083_16948_4649mætti spila spil á þeim degi eða neitt, markmiðið væri að hann sé langur og leiðinlegur Tounge

Á laugardeginum var vaknað eldsnemma til að fara (klukkan 7 um morgunin) með þurrkaðann trjásvepp til blessunar og til að kveikja í honum svo að hægt sé að fara með rjúkandi sveppinn í öll herbergi í húsinu til að setja góðan páska "anda" í húsið! Síðan um klukkan 10 (ég reyndar sleppti því) var farið með bastkörfuna með páskamatnum í kirkju til að presturinn gæti blessað máltíðina. Síðan fórum við til frænda Elisabethar í páskamatinn í hádeginu þar sem að páskaskinka, hrossapyslur og beljutunga (já já ekki bara Íslendingar sem borða spes mat) var borðuð, ásamt litríku eggjunum og brauðinu góða. Svo var að sjálfsögðu Schnaps í eftirrétt og brandí. Páskakanínan kom einnig með glaðning handa okkur. Á laugardagskvöldinu var svo aftur borðaður sami matur, nema heima hjá Elisabeth, og þá kom annað skildfólk í mat. Það var sko nóg borðað þann daginn! 

Á sunnudeginum sýndi ég þeim svo þann góða íslenska sið að háma í sig hiðn336200083_16997_2250 íslenska páskaegg (eða sagði þeim meira frá því og lét þau prófa). Um kvöldið var svo farið á Ostertanz eða páskaball þar sem að spiluð var austurrísk þjóðlagatónlist, sem byggist á polka, og dönsuðum við glatt! Það var rosalega gaman að sjá fólk klætt í hefðbundin austurrískan klæðnað dansandi polka! Ahh ég þarf svo að fá mér Dirndl, þá verð ég eins og María í Tónaflóði Grin. Við Elisabeth fengum reyndar þá hugmynd að endurgera Tónaflóð nema hafa hana aðeins meira Kärntern style.

Ég kom svo heim til Vínar í gær og það er búið að snjóa alveg heilan helling hérna í dag, fékk meira að segja þrumur og eldingar í kaupbæti! Í kvöld mun ég svo hitta stúlkuna sem að ég leigi herbergið af, hún er heima hjá fjölskyldunni um páskana og það verður gaman að hitta hana loksins!

Ennnn ég þarf að halda áfram að skrifa ritgerð um atferliskenningar í stjórnmálafræði fyrir hann Svan minn! Cool

Tschüss baba!  


Ég er á lífi!

Er bara búin að vera ógeðslega upptekin síðustu daga!

Er sko búin að vera föst á ráðstefnu síðustu daga þar sem að ég var forseti Öryggisráðs SÞ og jafnframt fulltrúi Bandaríkjanna að ræða innrás Írak í Kúveit. Skólinn byrjaði einnig í vikunni þannig að ég hef alveg fullt af afsökunum Halo Auðvitað hef ég þurft að sinna öðrum mikilvægum skyldum einnig eins og að hitta fólk og drekka með því kaffi og spjalla (ómægod erfiðast í heimi!). 

Skólinn er sumsé búin að vera í viku og ég mætti í 2 tíma af 3 sem voru kenndir í þessari viku (var sko föst á ráðstefnu og þurfti þess vegna að skrópa). Mér lýst bara rosalega vel á þetta, þarf að venjast að kalla kennarana Herr Magister "setjið inn þýskt nafn" eða Herr Doktor "setjið inn þýskt nafn" (er ekki með kvenkyns kennara). Einnig geng ég undir nafninu Frau Knutsdottir. Ég á eftir að njóta þess að heyra þá bera fram nafnið mitt Devil

Ég hitti enn eitt skyldmennið í gær. Ég fór og borðaði hádegismat með Finni og áttum við mjög gott spjall. Svo gott að við færðum okkur á kaffihús og fengum okkur kaffi. Ótrúlegt hvað heimurinn er lítill, eða er ættin bara svona samhent?

Ég skráði mig einnig á framhaldsnámskeið í þýsku og í stað þess að fara í G4 (var í G3 í febrúar) þá fékk ég að fara í M1 (sem er sko stigið fyrir ofan G4) af því að ég fékk svo góðar einkunnir. Ég er dauðfeginn því að M1 er kennt á mun hentugri tíma en G4 þannig að það er barasta allt að smella saman. Ég byrja sumsé á námskeiðinu eftir páskafrí, eða byrjun apríl, ásamt því að byrja á fullu í skólanum. Í millitíðinni ætla ég að fara til Kärntern og upplifa austurríska páska, kíkja jafnvel til Salzborgar og fara svo í brúðkaup í lok mánaðarins. Einnig er planið að klára að skrifa eitt stykki ritgerð og er ég búin að gera forsíðuna þannig að hún er öll að verða til (eða ekki). 

Ég mun fræða ykkur um páskaævintýri mín fljótlega, hver veit nema að ég verði rosalega dugleg að blogga. Bis später!

Vera

P.S. Til hamingju með afmælið Amma og Sara! 


Þorrinn blótaður í Vín

n336200083_15781_4439Já íslenskir siðir eru viðhafðir hérna í Austurríki, en Félag Íslendinga í Austurríki hélt Þorrablót á laugardaginn. Það var mjög áhugavert að fara á Þorrablót hérna úti sérstaklega þar sem að ég er ekki mikill aðdáandi Þorrablóta. Ég fór aðallega til þess að sjá Íslendingana og tala smá íslensku og að sjálfsögðu til þess að skemmta mér með Knúti og Súsönnu. Annars hugsa ég að ég taki ekki meiri þátt á uppákomum ÍFA. Ég hitti Jóhönnu konu Finns frænda, en hún vinnur í sendiráðinu í Vín. Fyndið hvað maður hittir skyldmenni svona erlendis. Annars var ættfræði rædd þarna að gömlum íslenskum sið og þeir sem þekktu til á Akranesi spurðu hverra manna maður væri til að athuga hvort að þeir þekktu eitthvað til. Að sjálfsögðu var hópsöngur eins og tíðkast á alvöru íslenskum mannamótum, en það sem var áhugaverðast var að jú flestir Íslendingarnir eru í söngnámi sem búa hérna þannig að þetta var eins og að hlusta á kór. Svo voru einstaka aðilar sem tóku heilu aríurnar. Þetta var mjög áhugavert.

Þýskunámskeiðið kláraðist á föstudaginn en mér finnst það eiginlega bara hn754876971_696797_1772álf leiðinlegt því að það var svo æðislegt fólk með mér í kúrsinum og ég lærði jú hellings þýsku. Alveg svo hellings að ég fékk einkunina "ausgezeichnet" sem þýðir "framúrskarandi" eða "fyrirtaks" og er besta einkun sem hægt er að fá og maður fær hana bara ef maður svarar ÖLLU rétt á prófinu W00t Ég fékk þessa einkun fyrir leskilning, hlustun, ritun og talað mál!!! Ég er fáránlega stollt af sjálfri mér! Við vorum þrjár sem fengu svona gott próf og við skelltum okkur á djammið um kvöldið til að fagna góðu gengi. Ég dró Amy og Henriikku með líka (Henriikka er skiptinemi eins og ég og er í stjórnmálafræði). Það var svaka stuð hjá okkur og kom ég frekar seint heim. Amy fékk að gista hjá mér því að hann á heima fyrir utan Vín, svo fór hann heim um morgunin og ég ætlaði að fara að sofa aftur en nei! Þá kom sko stormur sem stóð beint á gluggan hjá mér! Held að vindurinn hafi verið í allt að 60 m/s og rosa rigning og þrumur og allt með.

´
Í gær var svo hittingur þar sem að skiptinemarnir hittust og fengu upplýsingar um viðburði og svona félagsskírteini sem veitir afslátt og svona á ýmsum stöðum. Ég er sumsé frekar búin á því eftir helgina og þarf að reyna að læra í dag, er að fatta að ég ætlaði að skila ritgerð í lok mars og þarf því að fara að skrifa hana. Finna heimildir á bókasafninu hérna en eftir þessa viku kemur páskafrí og þá er sko allt lokað! Svo er ég föst á ráðstefnu í næstu viku svo að mér er betra að haska mér. 

Vera þýskusnillingur 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband