Háskólalíf...

Þar sem skólinn er byrjaður má sjá alla nýnemana spáserandi um Háskólasvæðið, sumir týndir og aðrir virðast hafa þetta allt á hreinu. Á bókhlöðunni má sjá námsþyrsta nýnema drekkja í sig vitneskjuna sem býr í námsbókunum. Innan um metnaðarfullu nýnemana má sjá einstaka "eldri" nema sem eru að reyna að uppfylla loforðið um "að á næstu önn ætla ég að vera dugleg(ur) að lesa svo ég þurfi ekki að vera í stresskasti um jólin". Í byrjun október mun maður sjá fækkun í aðsókn á hlöðuna þar sem að "æi þetta reddast" hugafarið er komið í lýðinn og nýnemar búnir að fá glósur í hendurnar frá "eldri" nemum. Svo eru að sjálfsögðu nokkrir sem eiga ekki annars kostar völ en að flytja lögheimili sitt á hlöðuna þar sem þeir eru einfaldlega að taka allt of margar einingar og eru fáránlega samviskusamir. 

Það verður lítið um félagsleg samskipti þessa önn en þeir sem vilja hitta mig og jafnvel ná orði af mér er bent á að fara á bókhlöðuna, mig verður líklegast að finna þar. Eina fólkið sem ég mun eiga samskipti við eru þeir ólukkunarseggir sem eru með mér í tímum, IceMUN gengið og jú ætli maður þurfi ekki að láta fjölskylduna vita af sér svona annað slagið.

Við skulum bara vona að ég muni halda sönsum í vetur... 23e eru ekkert grín... sérstaklega þegar maður er að skipuleggja ráðstefnu með þeim...

Ég fæ kannski far á Klepp eftir prófin í desember? 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband